Fyllt nautasteikÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3337 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fyllt nautasteik. 1 1/2 kíló vöðvi úr læri af nauti 1 matskeið smjör 3 teskeiðar season all 2 teskeiðar oregano Fylling: 2 sneiðar franskbrauð 60 grömm 26% ostur 1/4 dós sveppir og soð 1 matskeið rjómi 1 teskeið oregano 1 teskeið kjötkraftur 2 matskeiðar steinselja söxuð Aðferð fyrir Fyllt nautasteik: Rífið brauðið í skál, hellið sveppum, soði, og rjóma yfir og látið blotna vel. Saxið brauð og ost í kvörn. Látið í pott ásamt kryddi og hitið vel. Skerið 2-3 skurði í kjötvöðvan og fyllið með fyllingunni. Vefjið kjötið og brúnið snöggt á vel heitri pönnu í einni matskeið af smjöri. (þ.e.a.s. lokið sárinu.) Kryddið með season all og oregano. Setjið kjötið í ofnpott og steikið við 160 gráður í u.þ.b 60-70 mínútur við 180 gráður. Takið kjötið úr ofninum og pakkið því vel inn í álpappír og látið það standa í að minnsta kosti eina klukkustund. Frysta má afganginn af fyllingunni. Berið kjötið fram með sósu, steinselju, kartöflum, maískorni og smjörsteiktum sveppum. þessari uppskrift að Fyllt nautasteik er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 23.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|