Franskar pönnukökurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3207 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Franskar pönnukökur. Deig: 1 1/4 desilítri hveiti 1/4 teskeið salt 2 desilítrar kaffirjómi 1 desilítri vatn 2 egg 30 grömm smjör, brætt Rifið hýði af 1/2 sítrónu Sósa: 30 grömm smjör 1/2 desilítri flórsykur Rifið hýði af 1 appelsínu Flambering: 1/2 desilítri koníak eða líkjör Aðferð fyrir Franskar pönnukökur: Blandið öllum deigefnunum saman í skál og bakið þunnar pönnukökur. Brjótið þær í fernt og raðið þeim í eldfast mót eða koparpönnu og haldið þeim heitum. Setjið öll sósuefnin í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Hellið þessu yfir pönnukökurnar. Gott er að setja pönnukökurnar í pönnunni inn í 275gráðu heitan ofn, í nokkrar mínútur. Þá verður koníaksteikingin"flamberingin" auðveldari. Setjið pönnuna á heita hellu, hellið víninu yfir og kveikið í. Snúið pönnukökunum af og til í sósunni. Einnig er hægt að hita vínið í litlum potti, kveikja í því í pottinum og hella síðan logandi yfir pönnukökurnar á heitri pönnunni. þessari uppskrift að Franskar pönnukökur er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|