Fitusnauður þorskrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Já - Slög: 4577 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fitusnauður þorskréttur. 300-400 grömm þorskur 100 grömm kartöflur 200 grömm gulrætur 1 búnt vorlaukur 2 tómatar 2 matskeiðar ferskt basilikum 1 hvítlauksgeiri 1 matskeið timian 1/2 lítri grænmetiskraftur Salt og pipar Aðferð fyrir Fitusnauður þorskréttur: Skrælið kartöflur og gulrætur, skerið kartölfurnar í sneiðar og gulræturnar í lengjur. Leggið þetta í eldfast mót. Skerið vorlaukinn smátt og stráið honum yfir ásamt timiani. Skolið tómatana, skerið þá í sneiðar og leggjið þá í mótið. Skerið basilikumblöðin og hvítlauk smátt og skellið því einnig í mótið. Hellið grænmetiskrafti yfir og eldið við 200 gráður í 40 mínútur. Takið mótið úr ofninum og leggjið þorsksneiðar ofaná. Kryddið með salti og pipar og eldið í 10 mínútur í viðbót. þessari uppskrift að Fitusnauður þorskréttur er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|