Fiskisúpa - Uppskrift af fiskisúpu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7639

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift af fiskisúpu:

1 kíló ýsuflök, roðflett og skorin í litla bita
5 desilítrar mysa
1 ½ lítri vatn
3 fiskiteningar
100 grömm rjómaostur hreinn ( lítið box)
2 rauðar paprikur
2 grænar paprikur
6 gulrætur
10 kartöflur
3 sellerístiklar
1 blaðlaukur
2 teskeiðar fiskikrydd
½ teskeið basilikum
250 grömm rækjur



Aðferð:

Setjið vatn, mysu, fiskteninga og rjómaost í pott og látið suðuna koma upp. Skerið paprikur, gulrætur, kartöflur,sellerí og blaðlauk í litla bita. Látið það í pottinn og sjóðið í 15 mínútur. Kryddið með basilikum og fiskikryddi. Bætið fiskinum í pottinn og sjóðið við vægan hita í þrjár mínútur. Setjið rækjurnar í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Kryddið með pipar og basilikum eftir smekk.

Fiskisúpa - Uppskrift af fiskisúpu er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Fiskisúpa - Uppskrift af fiskisúpu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Fiskisúpa - Uppskrift af fiskisúpu