Eplakaka með marensÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4054 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eplakaka með marens. 3 desilítrar hveiti ½ desilítri sykur 150 grömm smjörlíki 2 eggjarauður Fylling: 3-4 epli 1 desilítri sykur 2 matskeiðar kanill Marens: 2 eggjahvítur ½ desilítri sykur Aðferð fyrir Eplakaka með marens: Hnoðið hveiti, sykri, smjöri og eggjarauðum saman og þrýstið deginu í eldfast mót. Hreinsið og skerið eplin í báta eða skífur og stráið sykri og kanil yfir. Bakið í 15 mínútur við 200 gráður. Þeytið saman eggjahvítur og sykur og látið ofaná kökuna. Bakið hana svo áfram í 10 mínútur. Berið kökuna fram með heita með rjóma eða ís. þessari uppskrift að Eplakaka með marens er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|