Einföld ostakakaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6994 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Einföld ostakaka. Botn: 120 grömm hafrakex 100 grömm smjör, brætt Fylling: 100 grömm flórsykur 100 grömm rjómaostur 1 peli þeyttur rjómi Berjasulta, rifsberjahlaup eða sólberjasulta Aðferð fyrir Einföld ostakaka: Hafrakexið mulið og vætti í bræddu smjörinu. Sett í form. Flórsykri og rjómaosti hrært saman og síðan er þeyttur rjómi settur saman við. Þetta sett ofan á botninn. Berjasultu, rifsberjahlaupi eða sólberjasultu smurt ofan á. þessari uppskrift að Einföld ostakaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 02.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|