Eggjakaka


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8300

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eggjakaka.

600 grömm kartöflur
Salt
1 blaðlaukur
250 grömm sveppir
2 matskeiðar ólífuolía
2 matskeiðar smjör
½ teskeið þurrkað tímjan eða blöð af nokkrum tímjan greinum
1 hvítlauksgeiri pressaður
Pipar
8 egg

Aðferð fyrir Eggjakaka:

Flysjaðu kartöflurnar, skerðu þær í bita og sjóddu þær í saltvatni, þar til þær eru nærri meyrar. Láttu þær kólna ögn og skerðu þær svo í litla bita. Hreinsaðu blaðlaukinn og saxaðu hann smátt og skerðu sveppina í sneiðar. Hitaðu olíu og smjör á stórri pönnu og láttu blaðlauk og sveppi krauma, í um 5 mínútur, ásamt tímjani, hvítlauk, pipar og salti. Bættu kartöfluteningunum á pönnuna og steiktu í 5 mínútur í viðbót. Hærðru oft á meðan. Hitaðu grillið í ofninum. Brjóttu eggin í skál og þeyttu þau létt og kryddaðu með pipar og salti. Helltu eggjunum á pönnuna, hafðu hitann vægan og hrærðu öðru hverju, þar til eggjablandan er nærri stífnuð. Settu þá pönnuna undir grillið í nokkrar mínútur, eða þar til yfirborðið er farið að taka lit. Berðu eggjakökuna fram á pönnunni eða losaðu um hana og renndu henni yfir á disk.


þessari uppskrift að Eggjakaka er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Eggjakaka
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brunch uppskriftir  >  Eggjakaka