Eftirréttur með nóa kroppiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 10414 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Eftirréttur með nóa kroppi. 1 poki nóakropp 1 botn púðursykursmarens 3-4 kókosbollur 2 öskjur jarðaber 2 pelar rjómi Aðferð fyrir Eftirréttur með nóa kroppi: Setjið botnfylli af nóakroppi í skál eða form. Þeytið rjómann og hyljið nóakroppið með helmingnum af rjómanum. Myljið marensbotninn og setjið ofan á. Kókosbollurnar koma næst. Dreifið úr þeim með gaffli. Skolið jarðaberin og skerið í litla bita og derifið yfir. Setjið svo afganginn af rjómanum yfir. Skreytið eftir smekk og geymið í kæli í nokkrar klukkustundir áður en þetta er borið fram. þessari uppskrift að Eftirréttur með nóa kroppi er bætt við af Sylvíu Rós þann 23.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|