Dönsk sjónvarpskakaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4883 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Dönsk sjónvarpskaka. 300 grömm sykur 4 egg Vanilludropar 250 grömm hveiti 3 teskeiðar lyftiduft 2 desilítrar mjólk 50 grömm smjörlíki Ofan á kökuna: 125 grömm smjörlíki 100 grömm kókosmjöl 125 grömm dökkur púðursykur Aðferð fyrir Dönsk sjónvarpskaka: Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnunum blandað saman við eggjahræruna. Smjörlíkið brætt í mjólkinni og vætt í deginu með því. Bakist í ofnskúffu við 175 gráður í 20 mínútur. Bræðið smjörlíki og púðursykur saman í potti og blandið kókosmjölinu í. Þá er kakan tekin úr ofninum, kreminu smurt yfir og bakað áfram í 10 mínútur við 200 gráður. þessari uppskrift að Dönsk sjónvarpskaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 23.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|