Döðlubrauð


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 7743

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Döðlubrauð.

220 gröm döðlur
3 decilítrar sjóðandi vatn
2 matskeiðar hunang
350 gröm heilhveiti
1/2 decilítrar haframjöl
2 meðalstór egg
2 teskeiðar bökunarsóti
1 ólífuolía
1 teskeið vanilludropar
1 teskeið bökunarkakó, fitusnautt (má sleppa)

Aðferð fyrir Döðlubrauð:

Grófsaxið döðlurnar, setjið í skál, ásamt hunanginu, hellið sjóðandi vatninu yfir og látið standa í 10 mínútur. Blandið saman heilhveiti, kakói, haframjöli og bökunarsóta í skál. Hrærið eggin lauslega, bætið vanilludropum og ólífuolíunni saman við. Blandið öllu saman döðlum og hunangsvatni líka. Ef degið er alltof þurt má bæta smávegis vatni við. Bakist við 180 gráður í 40-50 mínútur. Vissara er að stínga prjóni í brauðið áður en það er tekið úr ofninum. þessi tími dugir ekki allltaf. Til að forðast skorpumyndun á brauðinu er gott að seta það heitt í plastpoka eða vefja það í rakan klút. Með brauðinu má bera fram léttan smurost, léttan rjómaost eða þeyttan jurtarjóma. Gott fyrir þá sem eru með próteinóþol. Verði ykkur að góðu.

þessari uppskrift að Döðlubrauð er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 10.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Döðlubrauð
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brauðuppskriftir  >  Döðlubrauð