DísutertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3755 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Dísuterta. Botnar: 4 egg 150 grömm sykur 100 grömm hveiti 50 grömm kartöflumjöl 2 teskeiðar lyftiduft Gott er að setja döðlu og súkkulaðibita í botnana Búðingur: 2 1/2 desilítrar þeyttur rjómi 2 eggjarauður 2 matskeiðar (40 grömm) sykur 6 matarlímsblöð 100-150 grömm síríus suðusúkkulaði (konsum) 1/2 dós niðursoðnar ferskjur eða 4 ferskar, niðursneiddar ferskjur. Búðingurinn verður bragðmeiri eftir því sem meira súkkulaði er notað Skreyting: 3 matskeiðar rjómi 200 grömm suðusúkkulaði (konsum) Flórsykur til að sigta yfir tertuna Aðferð fyrir Dísuterta: Þeytið egg og sykur vel saman. Sigtið þurrefnin út í og blandið saman með sleikju. Bakið í tveimur 24 cm lausbotna tertumótum við 220-230 gráður í u.þ.b. 8 mínútur, þar til botnarnir losna frá forminu. Búðingur: Þeytið eggjarauður og sykur vel saman. Leysið upp matarlímið í svolitlu vatni. Setjið 2-3 matskeiðar af ávaxtasafanum úr dósinni saman við matarlímið, hellið út í eggjahræruna í mjórri bunu. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, látið mesta hitann rjúka úr því og blandið því varlega saman við og því næst þeytta rjómanum. Setjið annan svampbotninn í springform. Setjið ferskjurnar ofan á botninn, hellið búðingnum yfir og leggið svo hinn botninn ofan á. Geymið í kæli í minnst 4 klukkustundir. Tertan er best daginn eftir. Skreyting: Setjið rjómann í pott og látið suðuna koma upp. Bræðið 100 grömm súkkulaðið í heitum rjómanum, kælið aðeins og hellið blöndunni yfir tertuna. Bræðið 100 grömm af súkkulaði yfir vatnsbaði , takið pensil og búið til nokkrar strokur á smjörpappír. Þegar súkkulaðið hefur storknað er það sett varlega á tertuna, fyrst á hliðar hennar og síðan ofan á. Sigtið síðan smávegis af flórsykri yfir. flórsykur til að sigta yfir tertuna þessari uppskrift að Dísuterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 26.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|