Chili con carne


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Já - Slög: 14527

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Það er gott að bera chili con carne fram með súpubrauði eða hrísgrjónum.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Chili con carne.

500 gröm fitusnautt nautahakk
500 gröm fitusnautt svínahakk
2 dósir nýrnabaunir í chilisósu
2 dósir hakkaðir tómatar
2 stórir laukar, niðurskornir
1 græn paprikka, niðurskorin
3 hvítlauksgeirar, kramdir
3 matskeiðar chiliduft
1 matskeið rauður pipar
2 matskeiðar sykur
3 matskeiðar hvítvínsedikk
1 teskeið kúmen

Meðlæti:
Rifinn cheddarostur og sýrður rjómi


Aðferð fyrir Chili con carne:

Steikið kjötið í potti. Setjið lauk, baunir og tómata (með vökvanum), paprikku, hvítlauk, chiliduft, rauðan pipar, sykur, edikk og kúmen í pottinn. Látið malla í 30 mínútur, undir loki. Hrærið í öðru hvoru svo þetta brenni ekki. Berið fram í djúpum diski með slettu af sýrðum rjóma og smávegis ost. Það er nóg í 6-8 skammta.

þessari uppskrift að Chili con carne er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Chili con carne
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Mexikanskur matur  >  Chili con carne