Calzone


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6580

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Calzone.

Pizzudeig ættlað í einn botn
1 3/4 bolli pizza prontó
100 grömm pepperoni í sneiðum
1/2 græn paprika, söxuð
100 grömm mosarellaostur, rifinn
200 grömm ricottaostur


Aðferð fyrir Calzone:

Skiptið deginu í fernt. Fletjið degið út í hringlaga kökur, um 20 cm í þvermál. Smyrjið 2 matskeiðum af pizza prontó á hverja köku, en ekki alveg út á brúnir. Dreifið pepproni, papriku og osti yfir helminginn af kökunni. Leggið kökuna saman og pressið brúnirnar saman. Til að hleypa gufu út þarf að skera þrjár raufar í degið að ofan. Bakið við 175 gráður í 20-25 mínútur, eða þar til fallegur litur er kominn á degið. Það má bera fram grænmeti með, ef vill.

þessari uppskrift að Calzone er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 09.03.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Calzone
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Ýmsar uppskriftir  >  Calzone