Burritos með kalkún


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Já - Slög: 5650

Senda með tölvupóstPrenta út

Smelltu hér til að sjá stærri mynd

Burrito með kalkún, borið fram með chilisósu, jalepenos og salati.
Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Burritos með kalkún.

Deig:
500 grömm spínat
400 grömm hveiti
8 egg
1 líter nýmjólk

Fylling:
500 grömm kalkúnn í teningum
Rauð, gul og græn paprikka
Ostur

Marinaði:
5 ml sæt chilisósa
5 ml sítrónusafi
1 ml sojasósa
6 ml barbecuesósa





Aðferð fyrir Burritos með kalkún:

Gufusjóðið spínatið. Blandið öllum hráefnunum í degið saman (þar með talið spínatinu) og bakið pönnukökur. Látið þær kólna.
Blandið marinaðinu saman, steikið kalkúninn og hellið marinaðinu á pönnuna. Skerið paprikkurnar í bita. Leggið pönnuköku á plastfilmu, skellið smá paprikku í og dálitlu kjöti. Rúllið pönnukökunni upp og brjótið endana inní, vefjið plastfilmunni utanum og látið þetta liggja í hálftíma.
Takið plastfilmuna utanaf og komið pönnukökunum í eldfast mót. Stráið osti yfir og bakið í 15 mínútur við 200 gráður.

þessari uppskrift að Burritos með kalkún er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.01.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Burritos með kalkún
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Burritos með kalkún