BrúnkakaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6250 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Brúnkaka. 100 grömm smjörlíki 125 grömm púðursykur 1 egg 250 grömm hveiti 1 1/2 teskeið lyftiduft 1/2 teskeið kanill 1/2 teskeið allrahanda 1/2 teskeið kardemommudropar 100 grömm rúsínur Mjólk Aðferð fyrir Brúnkaka: Hrærið smjörlíki, sykur og egg saman. Blandið þurrefnum og rúsínum saman og blandið því svo í smjörhræruna. Vætið í með mjólk eftir þörfum. Bakið í vel smurðu formkökuformi, við 180 gráður. Kakan er tilbúin þegar þú stingur í hana með prjóni og það verður ekkert deig eftir á prjóninum. þessari uppskrift að Brúnkaka er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 26.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|