Blúnduterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2889

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Blúnduterta.

225 grömm smjör
8 matskeiðar sykur
3 desilítrar haframjöl
3 desilítrar hveiti

Krem:
2 1/4 desilíter kaffirjómi
1 1/2 desilítri sykur
1 1/2 matskeið smjör
1 1/2 matskeið síróp
1 1/2 matskeið kakó
4 1/2 desilítri rjómi, þeyttur
Möndluspænir eða saxaðar hnetur


Aðferð fyrir Blúnduterta:

Hrærið smjör og sykur þar til það verður létt og ljóst. Blandið haframjöli og hveiti saman við. Breiðið degið út á tvo hringlótta botna, um 28 cm í þvermál, á plötu klædda bökkunarpappír. Bakið við 200 gráður í u.þ.b. 10 mínútur. Kælið og losið varlega.
Blandið öllum hráefnunum í kremið saman í pott. Látið krauma í u.þ.b. 25 mínútur. Látið kremið kólna, en hrærið í svo það storkni ekki. Smyrjið því á annan botninn. Látið standa til næsta dags (ekki í kæli). Leggið botnana saman með þeyttum rjóma. Látið botninn með kreminu vera ofan á. Dreifið möndlum eða hnetum yfir.

þessari uppskrift að Blúnduterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Blúnduterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Blúnduterta