Blómkálsblanda


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 2521

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Blómkálsblanda.

1 blómkálshaus
1/3 sellerírótarhaus
10 dropar sætuvökvi
Salt
Pipar
Smjör
Múskat (má sleppa)
2-3 matskeiðar smjör


Aðferð fyrir Blómkálsblanda:

Skerið blómkálshausinn og sellerírótina í bita. Sjóðið vatn og setjið grænmetið í. Látið það malla í 10 mínútur, eða þar til blómkálið er vel meyrt. Sigtið vatnið frá og maukið grænmetið í matvinnsluvél. Setjið sætuefni og krydd í blönduna og maukið þetta aðeins áfram. Bræðið smjörið í pottinum og blandið maukinu saman við. Passið að þetta brúnist ekki.

þessari uppskrift að Blómkálsblanda er bætt við af Sylvíu Rós þann 03.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Blómkálsblanda
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Grænmeti og ávextir  >  Blómkálsblanda