Bláberjasósa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8520

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bláberjasósa.

Sósan er bláberjasósa með gæsasoði, þannig það er gott að búa til sósuna með gæsasteikinni eða með soði úr frystinum.

Soð: Kryddaði og brúnaði gæsalærin(önd-Rjúpa) í potti í matarolíu, bætið svo við:
2 lítrum af vatni
3 einiberjum
2 lárviðarlaufum
3 negulnöglum
1 brytjaðri gulrót
1 saxaður laukur
Kryddið með pipar
og einum teningi af súpukrafti
þetta látið malla í 3 tíma og geymist svo í ísskáp þangað til það á að nota soðið.

Sósan sjálf:
1/2 lítri soð
2 desilítri rjómi
1 desilítri bláberjasulta
100 grömm bláber
Smjörbolla (30 grömm smjörlíki og 30 grömm hveiti)


Aðferð fyrir Bláberjasósa:

Bræðið smjörið og blandið hveitinu smá saman við. Hellið soðinu út í og hrærið um leið. Bætið sultu og rjóma útí og setjið svo bláberin í rétt áður en sósan er borin fram.


þessari uppskrift að Bláberjasósa er bætt við af Garðar Hvítfeld þann 25.11.09.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Bláberjasósa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Villibráð  >  Bláberjasósa