Bananasplitt með marssósuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3557 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Bananasplitt með marssósu . 1 líter vanilluís (eða hvaða ís sem er) 1 banana á mann 2 pelar af rjóma 2 stór mars súkkulaðistykki Smá smjörlíki Svo er gott að nota jarðaber, nóa kropp, M&Ms eða hnetur til skreytingar Aðferð fyrir Bananasplitt með marssósu : Gott er að byrja á súkkulaðisósunni: Setjið 3/4 af rjómapela í pott, bræðið súkkulaðistykkin og eina matskeið af smjöri saman. Hafið lágan hita og hrærið þangað til að sósan er til. Þeytið síðan eins mikinn rjóma og þið viljið. Skerið svo banana í 2 lengjur og setjið á disk. Leggjið tvær ískúlur á milli. Skellið þeyttum rjóma á og skreytið með súkkulaðisósunni. Skreytið svo með því sem hugurinn girnist, t.d. skornum jarðaberjum og M&Ms. þessari uppskrift að Bananasplitt með marssósu er bætt við af Þóra Lind þann 07.03.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|