Andabringa með bláberjumÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6714 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Andabringa með bláberjum. 2 andabringur 300 grömm hver Salt og pipar 1 skarlottulaukur 1 1/2 matskeið olía 3 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur 75 grömm bláber 2 teskeiðar eplasulta 1 teskeið balsamikedik Salt og pipar 1 teskeið vatn 1 teskeið hveiti Meðlæti/skraut 2-3 epli 50 grömm hakkaðar heslihnetur 20 grömm smjör Aðferð fyrir Andabringa með bláberjum: Ristið aðeins í skinnið á öndinni og kryddið með salti og pipar. Setjið bringurnar í smurða ofnskúffu. Brúnið í 20 mínútur við 225 gráður. Pakkið kjötinu í álpappír og látið það standa í 15-20 mínútur. Skerið kjötið í sneiðar. Saxið laukinn og snöggsteikið hann í olíu. Hellið soðinu í og látið þetta malla í 3-4 mínútur. Bætið bláberjum, sultu og ediki í og hrærið þetta vel saman. Látið þetta sjóða í 1 mínútu. Blandið hveitinu í vatn og hrærið því útí sósuna. Smakkið til með salti og pipar. Skerið eplin í báta og rúllið þeim uppúr hnetunum. Steikið þau gullin í smjörinu og berið fram með öndinni og sósunni. þessari uppskrift að Andabringa með bláberjum er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|