Laukbaka með beikoniÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2652 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Laukbaka með beikoni. 250 grömm hveiti 3 matskeiðar olía eða brætt smjör 1 egg 1 teskeið salt 1 1/2 desilítri mjólk 2 teskeiðar þurrger Fylling: 4 stórir laukar 2 rauðlaukar 200 grömm beikon 1 matskeið olía 1/8 teskeið svartur pipar 1/2 teskeið salt 1 teskeið mejram 1 dós sýrður rjómi 10% 2 egg 150 grömm rifinn ostur 26% Godua (má vera grennri) Aðferð fyrir Laukbaka með beikoni: Bakan: Leysið ger upp í volgri mjólk, bætið olíu og eggi í. Setjið hveiti og krydd útí og hnoðið. Fletjið út og setjið í mót,(20-30 cm) setjið degið vel upp með börmunum. Látið lyfta sér á meðan fyllingin er búin til. Fylling: Skerið beikon í strimla og laukinn í sneiðar og brúnið á pönnu í 5-10 mínútur, eða þar til hvorutveggja er ljósbrúnt. Blandið saman sýrðum rjóma og eggjum ásamt kryddi og rifnum osti. Dreifið laukblöndunni yfir kökuna í mótinu og hellið sýrðu rjómablöndunni þar yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 25-30 mínútur. Berið fram með grænmetissalati. þessari uppskrift að Laukbaka með beikoni er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|