Draumur í Dalhúsum


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 8 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6919

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Draumur í Dalhúsum.

Marengsbotn:
3 eggjahvítur
1 1/2 desilíter púðursykur
1 desilíter sykur
2 stórir bollar Rice Krispies

Súkkulaðikrem:
200 gröm súkkulaði
1 desilíter rjómi

Rjómakrem:
1/2 líter rjómi
3 eggjarauður
5 matskeiðar flórsykur
Smá vanilludropar

Auk þess er hægt að skreyta kökuna med allskonar ávöxtum t.d. jarðarber, vínber, bláber, mandarínur, melónur og fleira.

Aðferð fyrir Draumur í Dalhúsum:

1. Byrjið á marengsbotninum. Þar er eggjahvítunum, púðursykrinum og sykrinum stífþeytt saman. Rice Krispieinu er síðan bætt út í. Setjið á bökunarplötur með bökunarpappír (eða í kökumót) og bakið við 150° í 60 mínútur.
2. Næst er það súkkulaðikremið. Setjið súkkulaðið og rjómann í pott og hitið við vægan hita þangað til þetta er bráðnað. Látið kólna vel áður en þessu er svo hellt yfir marengsbotninn. (Ekki borða afganginn af súkkulaðikreminu - því er hellt yfir ávextina í lokin)
3. Rjómakrem: Rjóminn er þeyttur í sér skál. Eggjarauðurnar, flórsykurinn og vanilludroparnir þeytt saman í annari skál. Þessu er svo blandað varlega saman og skellt á kökuna (ofan á súkkulaðikremið). Ef súkkulaðikremið er heitt þegar rjómakremið er sett á, þá á rjóminn eftir að leka útum allt.
4. Alls konar ávöxtum er síðan dreift yfir kökuna. Jarðarber, bláber, mandarínur, melónur, perur og bara hvað sem ykkur dettur í hug.
5. Afgangnum af súkkulaðikreminu er hellt snyrtilega yfir ávextina.

þessari uppskrift að Draumur í Dalhúsum er bætt við af Jóhannu Ósk þann 24.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Draumur í Dalhúsum
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Draumur í Dalhúsum