Ufsi með tómötum og kartöflum![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4694 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ufsi með tómötum og kartöflum. 800 grömm ufsi ½ desilítri ólífuolía 3 hvítlauksgeirar 1 laukur 1 dós hakkaðir tómatar 2 lárviðarlauf 6-8 kartöflur 1 græn paprika 2 tómatar 1 desilítri hvítvín eða vatn Safinn úr ½ sítrónu Salt og pipar ![]() Aðferð fyrir Ufsi með tómötum og kartöflum: Skerið fiskinn í passandi bita og leggjið hann í eldfast mót. Hellið sítrónusafa yfir og stráið salti yfir. Saxið lauk og hvítlauk og steikið létt í ólífuolíu. Bætið hvítvíni, tómötum og lárviðarlaufunum á pönnuna. Látið þetta malla í 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Skerið kartöflurnar í báta en tómatana og paprikuna í sneiðar. Leggjið kartöflurnar í mótið, við hliðina á fisknum og hellið sósunni yfir. Leggjið grænmetið yfir allt saman og bakið í 30 mínútur, við 200 gráður. Berið fram með góðu brauði og salati. þessari uppskrift að Ufsi með tómötum og kartöflum er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|