Fiskflök með blómkáli![]() Árstíð: Áramót - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 2599 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fiskflök með blómkáli. 800 grömm fiskflök, að eigin vali 1 blómkálshöfuð 1 pakki hollensk sósa Salt og pipar Ósætt rasp Ostur ![]() Aðferð fyrir Fiskflök með blómkáli: Blómkálið tekið í sundur og soðið yfir gufu þar til það er mjúkt. Fiskflökin sett í eldfast mót. Síðan er blómkálinu dreift yfir og svo er hollensku sósunni hellt yfir. Rasp og rifinn ostur settur yfir og mótið sett í 200 gráðu heitan ofninn í um það bil 30 mínútur. Borið fram með smábrauði og salati. þessari uppskrift að Fiskflök með blómkáli er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 30.12.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|